Opnað hefur verið í Básum að nýju og hafa boltavélar nú verið fylltar. Með hækkandi hitastigi er útlit fyrir að hægt verði að halda áfram að tína og geta því starfsmenn okkar haldið boltavélum gangandi fyrir sveifluglaða kylfinga.
Opnunartími verður með hefðbundnum hætti frá og með deginum í dag.