17.07.2018

Golfnámskeið í júlí

Eftirfarandi námskeið verða í boði hjá Arnari Snæ, PGA golfkennara, og Golfklúbbi Reykjavíkur í júlí.

Hámarksfjöldi í hverjum hóp eru sex kylfingar. Kennari verður Arnar Snær Hákonarsson PGA golfkennari og fara skráningar fram í gegnum netfangið arnarsn@grgolf.is

Nánari upplýsingar um námskeiðin má sjá hér fyrir neðan. 

  • Kvennanámskeið - Stórskemmtileg námskeið fyrir konur þar sem áhersla verður lögð á trékylfur og stuttaspil 
  • Byrjendanámskeið - Besta leiðin til að byrja í sportinu
  • Framhaldsnámskeið fyrir byrjendur - Smá upprifjun og framhald fyrir þá sem hafa tekið byrjendanámskeið
  • Stuttaspilsnámskeið - Besta leiðin til að skafa af skorkortinu
  • Almennt námskeið - Fínpússun fyrir lengri komna

Kvennanámskeið
Frábært námskeið fyrir kvenkylfinga sem vilja ná betri tökum á golfleiknum þar sem sértaklega verður farið í teighögg og trékylfur og stuttaspil. Námskeiðið er fimm skipti (5x 60 mín)  klukkan 20:00-21:00 á mánudögum og miðvikudögum og á laugardögum kl 10:00-11:00. Námskeiðið hefst mánudaginn 23.júlí í Básum, Grafarholti.

Verð 15.000 kr.  (Boltar ekki innifaldir)

Byrjendanámskeið 
Frábært námskeið fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í leiknum og vilja gera þetta rétt og ná tökum á leiknum sem fyrst. Farið verður vel yfir alla grunnþætti í golfinu. Námskeiðið er fimm skipti (5x 60 mín) frá klukkan 17:00-18:00 á mánudögum og miðvikudögum og á laugardögum  kl 12:00-13:00. Námskeiðið hefst mánudaginn 23.júlí í Básum, Grafarholti.

Verð 15.000 kr.  (Boltar ekki innifaldir)


Framhaldsnámskeið fyrir byrjendur 
Skemmtilegt námskeið fyrir kylfinga sem eru komnir aðeins áfram í sportinu og vilja taka næsta skrefið í sínum leik. Námskeiðið er fimm skipti (5x 60 mín) frá klukkan 19:00-20:00 á mánudögum og miðvikudögum og á laugardögum  kl 11:00-12:00. Námskeiðið hefst mánudaginn 23.júlí í Básum, Grafarholti.

Verð 15.000 kr.  (Boltar ekki innifaldir)

Stuttaspilsnámskeið 
Tilvalið námskeið fyrir alla kylfinga sem vilja fá góða yfirferð á stuttaspilinu. Námskeiðið er þrjú skipti (3x 60 mín) frá klukkan 18:00-19:00 á þriðjudögum og fimmtudögum. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 24.júlí í Básum, Grafarholti.

Verð 10.000 kr.  (Boltar ekki innifaldir)

Fínpússun fyrir alla (Almennt námskeið)
Tilvalið námskeið fyrir alla kylfinga sem eru komnir með forgjöf og vilja smá yfirferð á miðju sumri. Námskeiðið er fimm skipti (5x 60 mín) frá klukkan 18:00-19:00 á mánudögum og miðvikudögum og kl 09:00-10:00 á laugardögum. Námskeiðið hefst mánudaginn 23.júlí í Básum, Grafarholti.

Verð 15.000 kr. (Boltar ekki innifaldir)

Til baka í fréttalista