Undirbúningur fyrir besta golfsumar sögunnar hefst í næstu viku!

Þeir Ingi Rúnar Gíslason og Margeir Vilhjálmsson eru kylfingum vel kunnir og hafa þeir félagar nú pússað saman fyrsta námskeiðið í Golfskóla Inga Rúnars og Margeirs. Námskeiðin eru þrjú - það spænska, skoska og Florida, námskeiðin hefjast öll með sameiginlegri fræðslu miðvikudaginn 27. febrúar.
Öll námskeiðin eru eins uppbyggð en til hægðarauka eru þau skírð eftir vinsælum golfáfangastöðum - allir hóparnir mæta saman á Golffræðslu og Lokahóf en eru svo í kennslu annaðhvort á þriðjudögum, miðvikudögum eða fimmtudögum. Hvert námskeið er 6 skipti (10 klst) og verður kennt bæði á Korpúlfsstöðum og í Básum.
Dagskráin verður þessi:
Golffræðsla þar sem allir hópar mæta saman verður haldin miðvikudaginn 27.febrúar kl. 18:00-21:00, Golfskála GR á Korpúlfsstöðum (Kynning, undirbúningur og markmiðasetning). Boðið verður upp á léttar veitingar, mat og drykk.
Skoska námskeiðið:
Þriðjudagar (5.,12.,19.,26.mars) 12:00-13:00
Spænska námskeiðið - UPPSELT!
Miðvikudagar (6.,13.,20.,27.mars) 12:00-13:00
Florida námskeiðið:
Fimmtudagar (7.,14.,21.,28.mars)12:00-13:00
Lokahóf þar sem hóparnir hittast á nýjan leik að námskeiðum loknum verður haldið föstudaginn 29.mars kl. 18:00 -21:00 (Verðlaunaafhending, samantekt, skemmtun). Lokahófið fer fram í Golfskála GR á Korpúlfsstöðum.
Í golffræðslunni verður farið yfir eftirfarandi atriði:
Samfélagsmiðlar:
- Hvernig áttu að monta þig á golfvellinum?
Síminn á golfvellinum:
- Á hann að fara með útá völl?
- Var hringurinn spilaður ef ekki er mynd á Instagram?
- Á ég að segja frá því á Facebook ef ég spilaði á yfir 100 höggum?
Hjálpartæki golfsins:
- Gera þau mig betri? Hvernig?
- Á að nota kíki, úr eða bæði?
- Skorkortið í símanum?
Forgjöfin:
- Er hún rétt eða bara rugl?
- Hvernig á að nota hana, eða bara ekki nota hana?
- Hvenær gengur þér vel? Og hvenær illa.
- Hver er mælikvarðinn á góðum golfhring?
Nýju golfreglurnar:
- Á alltaf að pútta með stöngina í?
- Má virkilega henda bolta uppúr glompu?
Golfsettið:
- Hvað á að vera í því?
- Hvernig á að ferðast með það?
- Eru golfarar sem nota rafmagnskerrur betri?
Á námskeiðunum, sem haldin verða þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga, öðlast kylfingar betri tök á eftirfarandi þáttum golfsins:
- pútt
- stutt vipp
- löng vipp
- full högg
Lokahóf föstudaginn 29.mars:
- Léttar veitingar, matur og drykkir.
- Viðurkenningarskjöl fyrir þátttökuna
- Verðlaunaafhending
Allir þátttakendur fá veglega gjafapakka með nauðsynjavörum fyrir kylfinga.
ATH: Þátttakendur þurfa að vinna skemmtileg golftengd heimaverkefni.
Verð: 29.900 kr. (Félagsmenn í GR frá 15% afslátt) - Æfingaboltar ekki innifaldir í verði
Verð í Golffræðslu eingöngu: 4.900kr.
Skráning fer fram í gegnum netfangið golfnamskeid@golfnamskeid.is
Vinsamlegast sendið inn upplýsingar um nafn, kennitölu, síma og netfang.
Nánari upplýsingar veitir Ingi Rúnar Gíslason í síma 660-2787
Golfskóli Inga Rúnars og Margeirs