SLÁUM SAMAN - FRÁBÆR PAKKI FYRIR BYRJENDUR

Æfingasvæði Bása býður upp á frábæra leið fyrir áhugasama um golfíþróttina. Við höfum sett saman pakka þar sem aðgangur að tveimur æfingavöllum, Grafarkoti og Thorsvelli ásamt aðgang að æfingasvæði fyrir stuttaspilið er innifalinn. Ekki er þörf á að bóka sig í rástíma á æfingavelli, bara mæta og hafa gaman.

Tilvalið fyrir fólk á öllum aldri sem hefur gælt við hugmyndina um að kynna sér golfíþróttina.

Tilboðsverð fyrir pakkann er kr. 24.990 - 67 ára og eldri greiða kr. 18.745

Innifalið er:
- Aðgangur að Thorsvelli, Korpúlfsstöðum (9 holur)
- Aðgangur að Grafarkotsvelli, Grafarholti (6 holur)
- Aðgangur að æfingasvæði fyrir stuttaspil

Sala á kortum fer fram í afgreiðslu Bása og í golfverslun GR á Korpúlfsstöðum