Básar er flóðlýst golfæfingasvæði á þremur hæðum í Grafarholti þar sem kylfingum gefst tækifæri á að æfa sveifluna utan dyra allan ársins hring. Æfingabásarnir eru alls 73 talsins og eru næg bílastæði framan við húsið. Um er að ræða 5 hektara svæði með tveimur brautum ásamt fjölda mismunandi skotmarka til að taka á móti boltum. Æfingasvæðið er flóðlýst og því er myrkur ekki fyrirstaða æfinga á dimmari dögum ársins.