Grafarkotsvöllur er 6 holu æfingavöllur sem er staðsettur rétt framan við Bása. Völlurinn var vígður þann 8. júní 2006 og er góður æfingavöllur jafnt fyrir byrjendur og lengra komna. Hver braut er 30 til 60 metrar á lengd og hentar Grafarkot því einkar vel til æfinga á stutta spilinu. Völlurinn er frábær fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref og vilja aðeins hita upp áður en lengra er haldið, einnig hentar völlurinn vel fyrir fyrirtæki og hópa sem vilja efla liðsandann á nýjum slóðum.
Þegar mætt er til leiks á Grafarkot er byrjað á því að mæta í afgreiðslu Bása, tilkynna sig til leiks og greiða vallargjald sem er kr. 1.750fyrir sumarið 2022. Einnig er boðið upp á að kaupa sumarkort á völlinn sem veitir ótakmarkaðan aðgang fyrir kr. 17.500.