Aðstaða

SKJÁIR

Boðið er upp á öfluga 22“ skjái á öllum básum sem eru auðveldir í notkun og hjálpa kylfingum að fá sem mest út úr æfingum, leikjum og sýndareiginleikum kerfisins. Kylfingar skrá sig inn í gegnum Trackman appið áður en æfing eða leikur hefst og tryggja þannig að allar upplýsingar séu vistaðar.

Skjáirnir þola íslenskt veðurfar og virka í öllum hitastigum

HITALAMPAR

Geislahitararnir í Básum eru sterkbyggðir og mjög öflugir. Hitararnir eru með stuttbylgjutækni sem virkar eins og sólarljós þannig að hitinn kemur strax og kveikt er og hefur vindur ekki áhrif. Hver hitari er 6.000 wött með þrjá 2.000 watta spegla. Hægt er að kveikja á hverjum spegli fyrir sig og þannig auðvelt að stilla hitann.

Hitalamparnir eru frá Grillbúðinni og eru framleiddir af Tansun Ltd. í Bretlandi.