Trackman

Trackman hefur umbreytt upplifun kylfinga af æfingasvæði Bása og hefur kerfið fært golfiðkun og æfingar upp á annað stig. Eftirspurn hefur aukist og er orðið gríðarlega vinsælt hjá kylfingum að mæta í Bása hvort sem er það er til að mæta og æfa sig, spila þá velli sem í boði eru eða spila leiki.  

TrackMan Range er byltingakennd radar mælingartækni sem veitir lykilupplýsingar fyrir hvert slegið högg. Þegar högg hefur verið slegið eru radarar úti á æfingasvæðinu sem mæla flug boltans á sjálfvirkan hátt. Nákvæm lengd bolta á flugi, hraði og ferill boltans birtist í rauntíma á skjánum, á bæði einfaldan og skýran hátt. Einnig hægt að spila ýmsa leiki sem gera æfinguna að skemmtilegum leik fyrir kylfinga á öllum getustigum. Þetta er frábær tækni sem gaman er að nýta við leik og þjálfun í golfíþróttinni.

Radar mæling boltaflugs byggir á sömu tækni og notuð er í TrackMan Radar tækjum atvinnumanna og golfherma.

Allir sem mæta í Bása geta notað Trackman til að æfa!

Sæktu appið núna

Svona byrjar þú

1. Til þess að tengjast kerfinu þurfa kylfingar að vera staðsettir í Básum en til að flýta fyrir notkun í fyrsta sinn er hægt að ná í TrackMan Range appið – hægt er að nálgast appið bæði í App Store og Play Store í símanum.

2. Þegar mætt er í Bása tengið símann við TrackMan Wi-Fi og sláið inn lykilorð sem uppgefið er á staðnum. 

3. Opnið app og fylgið leiðbeiningum á skjá.

Algengar spurningar

Það er frítt app sem gerir þér kleift að æfa golf með markvissum hætti. Að auki getur þú fylgst með framförum þínum yfir lengra tímabil – allt í gegnum símann.

TrackMan Range veitir lykilupplýsingar fyrir hvert slegið högg. Nákvæm lengd á bolta á flugi, hraði og ferill boltans er sýndur í rauntíma á spjaldtölvu eða snjallsíma kylfings á einfaldan og skýran hátt. 

Já, en fyrst þarftu að skrá þig inn. TrackMan Range byggir sjálfkrafa upp stöðu þína, heldur utan um árangur og gefur þér skýrslu eftir hverja æfingu.