Trackman VG

Með nýja TrackMan Range VG geta kylfingar upplifað virkni golfherma á æfingasvæði Bása.

Í boði er að leika suma af áhugaverðustu völlum heims og geta kylfingar nú leikið báða velli GR – Korpuna og Grafarholt, beint af bás. 

  • Hægt er að leika heilan 18 holu eða 9 holu hring í kerfinu.
  • Þeim höggum sem slegin eru með æfingaboltum er breytt af kerfinu í raunverulegar lengdir, líkt og verið væri að spila með venjulegum bolta úti á velli. 
  • Þegar boltinn lendir innan við 18 metra frá pinna klárar kerfið sjálfkrafa útreikning og gefur skor á holuna.
  • Hægt er að spila TrackMan VG bæði einn og í hóp með öðrum.
  • 18 holu hringur tekur venjulega ekki meira en klukkutíma fyrir tvo leikmenn.
  • Kylfingar líka nýtt sér æfingahluta kerfisins (Practice on course).
  • Í þessum hluta er hægt að láta bolta falla á ákveðnum stað á þeim völlum sem eru í boði og æfa sama höggið aftur og aftur á viðkomandi velli.
  • Með þessari æfingu verða engar afsakanir fyrir lélegum höggum í upphafi tímabilsins.