Leiðbeiningar


- Leikmenn eru skráðir inn. Hægt er að skrá 1-5 leikmenn.
- Hægt er að velja lit fyrir leikmann, skrá forgjöf og velja teig.
- Liturinn skiptir ekki máli nema leikinn sé liðakeppni.
- Hægt er að velja um scramble og betri bolta í liðakeppni.


Áður en leikur hefst er hægt að stilla nokkra þætti með því að smella á „Settings“ hnapp uppi í hægra horni á skjánum.

Hér geta kylfingar séð upplýsingar um þann völl sem leikið er á, ekki er hægt að stilla þessa þætti:
- Hraði á flötum
- Tími dagsins
- Pinnastaðsetningar
- Ástand flata
- Ástand brauta

Þegar búið er að fara yfir stillingar er hægt að hefja leik með því að smella á „Start game“ efst í hægra horninu á skjánum.

Leikmenn þurfa að velja mið á miðjan skjáinn. Það er gert með því að velja flagg á æfingasvæðinu sem passar best fyrir högg beint út úr viðkomandi bás. Flagg T9 er sjálfgefin stilling.

Hér er búið að velja annað mið. Kylfingur slær beint út úr Básnum og velur að skotmörk T1 eða T5 passi best fyrir höggstefnu beint út úr básnum. Mið er staðfest með því að velja DONE. Hægt er að breyta um mið hvenær sem er á meðan á leik stendur.
Völlurinn er nú tilbúinn til leiks.

Hægt er að breyta miði með því að færa hringinn á myndinni sem birtist til hægri á skjánum.

- Upplýsingar um boltaflug, högglengd, hæð, boltahraða, höggstefna í gráðum, bæði upp og til hliðar birtast á skjá.
- Hægt er að endursýna höggið, slá aftur gegn vítishöggi, taka upp bolta eða fá Mulligan.
- Neðst á skjá kemur fram hver eigi næsta högg og hve langt viðkomandi eigi eftir.

- Ekkert er púttað þegar golf er leikið í golfhermi.

Leik lýkur á holu þegar allir leikmenn er komnir innan við 18 metra frá holu.

- Með því að smella á „Scorecard“ er alltaf hægt að skoða stöðuna á skorkorti.
- Þegar leik er lokið á fyrstu holu birtist mynd frá næsta teig og leikurinn heldur áfram.
