Golfkennarar

Í Básum er boðið upp á hágæða golfkennslu með framúrskarandi aðstöðu og tæknibúnaði. Fjölmörg námskeið eru í boði fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Námskeiðin auka hæfni kylfinga á öllum stigum. Meginmarkmið golfkennslunar er að bjóða nemendum tækifæri til að læra golfíþróttina frá grunni á skipulagðan hátt. Hér að neðan má finna þá golfkennara sem starfa í Básum. Þú einfaldlega velur þann golfkennara sem þér líst best á, sendir viðkomandi póst og bókar næsta kennslutíma.


Arnar Snær Hákonarson

Arnar Snær Hákonarson útskrifaðist frá PGA golfkennaraskólanum árið 2015 og hefur starfað sem golfkennari á vegum GR frá því í mars sama ár. Hann byrjaði sjálfur ungur í golfi og hefur meðal annars orðið Íslandsmeistari tvisvar sinnum með GR í Íslandsmóti Golfklúbba, náð öðru sæti á EM klúbba í Portúgal með liði GR 2010, spilað fyrir Íslands hönd á EM landsliða í Portúgal 2011 ásamt að því vera í öðru sæti í Meistaramóti GR sama ár.

Arnar Snær er reglulega með námskeið fyrir kylfinga í Básum sem auglýst eru sérstaklega auk þess að bjóða upp á einkakennslu.

30 mín = 6.000 kr.
60 mín = 12.000 kr.

sími: 659-3200

Bóka Kennslu


Jón Karlsson

Jón Karlsson er menntaður íþróttakennari og lauk PGA golfkennaranámi frá Svíþjóð. Nonni, eins og hann er kallaður,  hefur mikla reynslu sem golfkennari og hefur kennt golf í 28 ár, bæði hér á landi og erlendis – 6 ár í Noregi og 1 ár á Spáni. Hann var í landsliðinu og varð m.a. Norðulandameistari árið 1993 þegar mótið var haldið í Grafarholti auk þess varð hann Íslandmeistari í holukeppni árið 1992.

Nonni býður upp á einkakennslu og hópnámskeið í Básum.

Sími: 899-0769

Bóka kennslu


Ragnhildur Sigurðardóttir

Ragnhildur Sigurðardóttir er menntaður íþrótta- og grunnskólakennari og lauk PGA golfkennaraprófi árið 2008. Ragnhildur hefur unnið marga titla á sínum ferli, hún hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari í höggleik og Íslandsmeistari í holu keppni sjö sinnum, síðast árið 2005. Hún varð Reykjavíkurmeistari síðast árið 2014 og hefur unnið þann titil átján sinnum og stigameistari kvenna tíu sinnum auk þess hefur hún margoft orðið klúbbmeistari GR og eiga sæti í landsliðinu á árunum 1985-2002.

Ragnhildur býður upp á kennslu í Básum fyrir einstaklinga og hópa

Sími: 822-5660

Bóka kennslu