Æfing á golfvelli
Í þessum hluta er hægt að láta bolta falla á ákveðnum stað á þeim völlum sem eru í boði og æfa sama höggið aftur og aftur á viðkomandi velli. Með þessari æfingu verða engar afsakanir fyrir lélegum höggum í upphafi tímabilsins.
Í appinu er valið PRACTICE ON COURSE
Kylfingur velur staðsetningu innan þess vallar sem á að æfa á.
Næst þarf að velja flagg á æfingasvæðinu sem kemst næst því að passa við höggstefnu þegar slegið er beint út úr básnum. Þetta er til þess að skilgreina mið á skotmarkið frá viðkomandi bás.
Leikmenn þurfa að velja mið á miðjan skjáinn. Það er gert með því að velja flagg á æfingasvæðinu sem passar best fyrir högg beint út úr viðkomandi bás. Flagg T9 er sjálfgefin stilling.
Hér er búið að velja annað mið. Kylfingur slær beint úr básnum og velur að skotmörk T1 eða T5 passi best fyrir höggstefnu beint út úr básnum.
Staðfest með því að velja DONE. Hægt er að breyta höggstefnu meðan á leik stendur.
Þá er hægt að byrja að æfa. Upp kemur mynd frá 1. teig á þeim velli sem varð fyrir valinu.
Til að breyta hvaðan högg er slegið og á hvaða braut eru þessir hnappar inn á skjámynd notaðir
Þegar smellt hefur verið á hnappinn opnast þessi valmynd og kylfingur getur valið nýja braut (Change hole).
Hér er hægt að velja braut til þess að æfa á og er hægt að velja hvaða braut sem er á þeim velli sem æft er á hverju sinni.
Hér er verið að æfa inn á högg á 15. flöt í Grafarholti af 80 metra færi.
Upplýsingar birtast á skjánum um slegið högg.
Hægt er að velja nýja staðsetningu fyrir boltann og skipta um braut hvenær sem er.